LANDMARK fasteignamiðlun var stofnuð árið 2010 og er ein öflugasta og framsæknasta fasteignasala landsins.
Eigendur LANDMARK eru Andri Sigurðsson, Júlíus Jóhannsson, Monika Hjálmtýsdóttir, Sigurður Samúelsson og Sveinn Eyland Garðarsson. Andri Sigurðsson er framkvæmdastjóri LANDMARK.
Á LANDMARK eru 14 starfsmenn og þar af eru allir fasteignasalar aðilar að Félagi fasteignasala sem er mikilvægt hagsmunamál fyrir bæði kaupendur og seljendur. Fasteignasalar innan Félags fasteignasala starfa eftir ströngum siðareglum og viðhalda þekkingu sinni með því að sækja reglulega metnaðarfulla endurmenntun.
Sjá staðsetningu á korti.