Ég er löggiltur fasteignasali og starfa á LANDMARK fasteignamiðlun í Kópavogi en annast milligöngu fasteignaviðskipta um land allt. Ég er menntaður viðskiptafræðingur, útskrifaðist frá Háskólanum í Reykjavík með áherslu á lögfræði sem nýtist einkar vel í mínu starfi.
Ég hef starfað við fasteignasölu frá árinu 2012 og þá bæði við söluferlið sjálft og samningagerð sem hjálpar mér að sjá fyrir endann á flóknum fasteignafléttum sem myndast gjarnan á fasteignamarkaðnum í dag. Hlutverk mitt er að leiða saman kaupendur og seljendur fasteigna með sameiginlega hagsmuni beggja aðila að leiðarljósi þannig að ferlið sé öruggt og allir aðilar gangi ánægðir frá borði.
Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á fasteignum, heimili og hönnun. Í gegnum tíðina höfum við fjölskyldan verið sérlega dugleg við að flytja, breyta og bæta með tilheyrandi lærdómi. Ég er því með hafsjó af hugmyndum, góða rýmisvitund og mjög lausnamiðuð.
Helstu áhugamál mín utan vinnu eru tengd útivist og meiri útivist, ferðalögum og samverustundum með fjölskyldunni, mest innanlands á okkar fallega Íslandi en þá er fátt eins nærandi eins og íslenska fjallaloftið.
Heilindi, dugnaður og vinnusemi eru mín einkunnarorð. Reynsla mín og þekking tryggir viðskiptavinum mínum farsæl og örugg fasteignaviðskipti en umsagnir viðskiptavina má lesa á heimasíðunni minni thorey.is
Ég hlakka til að vinna með þér, kveðja Þórey