Hafnargata 41, 415 Bolungarvík
Tilboð
Atvinnuhús/ Hótel / Gistiheimili
0 herb.
343 m2
Tilboð
Stofur
1
Svefnherbergi
8
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1902
Brunabótamat
178.450.000
Fasteignamat
30.425.000

LANDMARK kynnir Einarshúsið í Bolungarvík sem er 343,2 fm veitinga- og gistihús í fullum rekstri, sjá nánar www.einarshusid.is.  Mikil tækifæri í ört stækkandi bæjarfélagi þar sem ferðaþjónusta og atvinna almennt, blómstrar.  Húsið er sögufrægt, en það var byggt árið 1902.  Árið 2004 var húsið endurnýjað að nær öllu leyti og er mikil bæjarprýði.

Á gistiheimilinu eru 8 svefnherbergi, tveggja og þriggja manna.  Fallegt útsýni er úr herbergjum til fjalla og inn Ísafjarðardjúp.  Herbergin deila baðherbergi en vaskar eru inn á hverju herbergi.  Sex herbergi eru á efri hæð en tvö í kjallara.   Fimm baðherbergi eru í húsinu, fjögur fyrir gesti og eitt fyrir starfsfólk.

Á fyrstu hæð er veitingastaður í fullum rekstri með fallegum veitingasal og vel búnu eldhúsi.  Næg bílastæði eru á lóðinni og verönd sunnan meginn við húsið.

Skipting eignar er: 2. hæð er 113,2 fm, 1. hæð er 116,8 fm og kjallari 113,2 fm.

Nánari upplýsingar veita: 

Freyja Rúnarsdóttir Lgf í síma 694-4112 / [email protected]
Sigurður Samúelsson Lgf í síma 896-2312 / [email protected]
----------------------------------------------------------------------------------

 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 79.000 m/vsk. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Panta FRÍTT söluverðmat

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.