LANDMARK fasteignamiðlun kynnir í einkasölu vel staðsett þriggja hæða einbýlishús með stakstæðum bílskúr og aukaíbúð við Básenda í Bústaðahverfi, Reykjavík. Frábær staðsetning þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, skóla, leikskóla og leikvöll sem er nánast í bakgarðinum. Gróinn garður og stór timburverönd. Eignin hefur verið mikið endurbætt á síðustu árum. Eignin skiptist í forstofu, stofu og borðstofu, eldhús, tvö baðherbergi og fjögur svefnherbergi auk fataherbergis. Í kjallara er aukaíbúð með tveimur svefnherbergjum, stofu, eldhúsi, baðherbergi og þvottahúsi. Frístandandi bílskúr og köld útigeymsla undir tröppum.
Birt stærð eignar er 239,8 fm samkvæmt FMR en þar af er bílskúr 27fm. Að auki eru um 20-30 fm. óskráð rými sem er ekki inni skráðum fm hjá FMR) Nánari lýsing 1. hæðForstofa með innfelldum fataskápum frá HTH, parket á gólfi.
Stofa / borðstofa, björt og opin og samtengd borðstofu en þaðan er útgengt á sólpall í garði, parket á gólfi.
Eldhús með vandaðri innréttingu frá HTH og steinn frá Granítsmiðjunni, vönduð innbyggð tæki, uppþvottavél og 90cm ísskápur og frystir. Vandaður AEG bakaraofn í vinnuhæð með SousVide tækni. VERA hangandi hilla frá Former, íslensku hönnunarstúdíói, parket á gólfi.
Svefnherbergi I / heimaskrifstofa, parket á gólfi.
Gestasalerni með upphengdu salerni, sérsmíðuðum vask frá Granítsmiðjunni og innfelldum Vola blöndunartækjum.
Nánari lýsing 2. hæð (gengið upp teppalagðan stiga)
Svefnherbergi II / hjónaherbergi, innangengt í fataherbergi með góðum fataskápum. Viðarrimlar frá Birgisson á vegg sem auka hljóðvist og teppi frá Parki á gólfi.
Svefnherbergi III með fataskáp, parket á gólfi.
Svefnherbergi IV með fataskáp, parket á gólfi og útgengt á suðvestur svalir.
Baðherbergi, mjög rúmgott og bjart með upphengdri innréttingu og sérsmíðuðum vask frá Granítsmiðjunni. Frístandandi baðkar, sturta og sérstakt skolsalerni. Blöndunartæki eru frá Vola.
Þvottahúsinnrétting frá HTH á baðherbergi þar sem gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð.
Nánari lýsing jarðhæð Í kjallara er búið að útbúa sér leiguíbúð sem er í útleigu í dag með góðar leigutekjur. Íbúðin er með tveimur svefnherbergjum, stofu, eldhúsi, baðherbergi og þvottahúsi.
Birt stærð jarðhæðar er 51,7 fm en raunstærð er um 20-30 fm. stærri sem er ekki inni í skráðum fm hjá FMR. Bílskúr (27fm) stakstæður skúr sem var rifinn að stórum hluta vegna lagfæringa. Bílskúrinn verður byggður á næstu vikum í upprunalegri mynd og afhentur kaupendum fullbúinn. Möguleiki fyrir kaupendur sem koma snemma að borðinu að hafa áhrif á innra skipulag og jafnvel láta útbúa þar leiguíbúð.
Eignin var verulega endurbætt að innan á árunum 2020-2022 en þá voru sett ný gólfefni, innihurðir og innréttingar í allt húsið. Nýjir gluggar voru settir í hluta af húsinu þar sem þeir voru komnir á tíma. Skipt var um allar vatns- og frárennslislagnir í húsinu, ásamt því að allt rafmagn var endurnýjað og tekið inn þriggja fasa rafmagn í bílskúrinn. Allir ofnar voru fjarlægðir og settur gólfhiti í allt húsið ásamt forhitara. Búið er að snjallvæða hitakerfið og ljósabúnað í húsinu svo hægt er að stýra því í síma eða tengja við annan snjallbúnað. Þá voru svalir hússins endurbættar og steypt nýtt handrið á svalirnar í upprunalegri mynd.
2023 hefur verið farið í miklar framkæmdir á húsinu og lóðinni að utan.
Allar nánari upplýsingar veitir:
Jón Óskar Karlsson, löggiltur fasteignasali, í síma
693 9258 eða
[email protected]Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 74.900.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Fáðu frítt sölumat á eignina þína HÉRNA