Melás 8, 210 Garðabær
115.000.000 Kr.
Parhús/ Parhús á tveimur hæðum
6 herb.
223 m2
115.000.000
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1959
Brunabótamat
78.600.000
Fasteignamat
108.550.000
Opið hús: 21. mars 2023 kl. 17:30 til 18:00.

Opið hús: Melás 8 Nánari upplýsingar [email protected] eða í síma 897-6717


LANDMARK fasteignamiðlun og Ingibjörg Agnes Jónsdóttir löggiltur fasteignasali, félagsmaður í Félagi fasteignasala kynna í einkasölu parhús með rúmgóðum bílskúr við Melás í Garðabæ. Frábært fjölskylduhús með miklum möguleikum.
 
Birt stærð eignar er samtals 223,3 fm, þar af er íbúðarhluti 188,7 fm og  bílskúr 34,6 fm. Eignin skiptist í forstofu, stofu/borðstofu,sólstofu, eldhús, hjónaherbergi, þrjú barnaherbergi, sjónvarpsherbergi, baðherbergi, gestasalerni, þvottahús, bílskúr með geymslu.

Allar frekari upplýsingar veitir Ingibjörg Agnes Jónsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 8976717 -  [email protected]

Nánari lýsing (neðri hæð)
Forstofa, harðparket og skápur.
Forstofuherbergi, harðparket á gólfi. 
Eldhús er rúmgott með góðri nýlegri innréttingu, steinn á borði. Tveir ofnar, stór tvöfaldur ískápur. Inn af eldhúsi er lítið búr með rennihurð. 
Stofa, borðstofa og sólstofa, opið og bjart rými. sólstofa með arni, harðparket á gólfi og útgengi út í garð. 
Gestasnyrting, flísar á gólfi.
Þvottahús, flísar á gólfi, innrétting og sturtuklefi. Útgengt úr þvottahúsi út á pall með eldri hitaveituskel.  Geymsla undir stiga sem var áður nýttur sem saunaklefi.                                                                                       
Bílskúr / geymsla (34,6 fm). Með hita og rafmagni. Gluggar á bílskúr. 

Nánari lýsing (efri hæð)
Steyptur stigi á milli hæða, nýlegt teppi.
Hjónaherbergi, með eldri opnum fataskáp, harðparket á gólfi.
Baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf, baðkar, eldri skápar á einni hlið, gluggi.
Barnaherbergi I með harðparketi á gólfi.
Barnaherbergi  II. með harðparketi á gólfi.  
Sjónvarpsherbergi/ tómstundarherbergi er opið út á svalir sem nú eru yfirbyggðar með sólskálanum. 

Húsið klætt með bárujárni á öllum hliðum nema bakhlið. Lóð er frágengin með grasflöt og trjám að framan. Bakvið hús er sólpallur með eldri hitavituskel. Gólfefni hússins eru endurnýjuð að mestu, harðparket á gólfum nema á baðherbergjum og þvottahúsi þar eru eldri flísar. Allar innihurðar endurnýjaðar ásamt eldhúsinnréttingu.

 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 69.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Fáðu frítt sölumat á eignina þína HÉRNA

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.