Sandhólaferja , 851 Hella
500.000.000 Kr.
Lóð/ Jörð
14 herb.
1887 m2
500.000.000
Stofur
3
Svefnherbergi
11
Baðherbergi
7
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
309.050.000
Fasteignamat
133.220.000

***Sandhólaferja, 851 Hella***

Landmark eignamiðlun og Jens Magnús Jakobsson löggiltur fasteignasali s: 8931984 kynna í einkasölu Sandhólaferju, jörð sem býður upp á gríðarlega marga möguleika. Jörðin er verulega stór eða 1516,7 hektarar. Þar eru tvö einbýlishús, stórt hesthús sem var eitt sinn notað sem dýraspítali, stór reiðhöll og niður við Þjórsá er sumarbústaður. Í Sandhólaferju er laxveiði í net í Þjórsá og silungsveiði í Hrútsvatni.

Gríðarlega mikið tækifæri er á jörðinni að nýta hana í ferðaþjónustu. Einnig væri hægt að nýta hluta hennar til skógræktar.

Bókanir í skoðun eru hjá fasteignasala í síma 8931984 eða [email protected].


Íbúðarhús, 260 fm á tveimur hæðum með bílskúr
Sjarmerandi hús sem var byggt árið 1973, mikið var lagt í húsið og litlu til sparað.
Á neðri hæð eru tvö svefnherbergi, tvö baðherbergi, stofur, eldhús, þvottahús og stórt anddyri. Flísar og parket eru á gólfum. Á efri hæð eru 4 svefnherbergi, þar af er eitt mjög stórt með setustofu og baðherbergi. Annað baðherbergi er líka á efri hæð. Á gólfinu er parket en teppi á stiganum. Húsið er byggt úr steypu og klætt að utan með bárujárni.

Íbúðarhús, 170 fm
Hús sem byggt var árið 1986 og býr yfir mörgum kostum. Það er byggt úr timbri ofan á steinsteyptum kjallara sem er jafn stór og íbúðin.
Í húsinu eru 4 svefnherbergi, 2 baðherbergi og samliggjandi stofa og eldhús. Kjallarinn er með aukinni lofthæð og bílskúrshurð. Búið er að stúka hann niður og endurnýja gólfið á milli hæða. Húsið er ekki fullklárað að innan og er það samningsatriði við seljendur hversu mikið verður klárað í húsinu fyrir afhendingu.

Hesthúsið
Hesthúsið er með 20 stórum stíum og þar af eru 6 mjög stórar stóðhestastíur. Það er rúmgott með góðu auka plássi sem nýttist vel þegar þar var rekinn dýraspítali. Hesthúsið er ágætlega snyrtilegt og með góðri vinnuaðstöðu.  

Reiðhöll
Reiðhöllin var byggð árið 1998 og er nýjasta byggingin á staðnum. Húsið er í heildina 695,1 fm og er óeinangrað. Reiðplássið er 15x35m.

Sumarhús við Þjórsá
Sumarhúsið er óskráð en á frábærum stað niður við ána þar sem Ferjuhamar er rétt við. Algjör sælureitur sem gaman er að nýta sér. Húsið hefur verið endurnýjað töluvert að innan og byrjað að endurnýja að utan en það er ekki klárað. Járn á þaki húsins er ekki í góðu ásigkomulagi.

Aðrar byggingar:
Við stærra einbýlishúsið er gróðurhús í misgóðu ásigkomulagi. Upp á hlaði er gamalt hesthús, byggt árið 1934, sem gaman væri að gera upp. Einnig eru fjárhús á jörðinni sem hafa verið nýtt sem skjól fyrir hross á útigangi og folöld.

Hitaveita er á jörðinni og eru flest húsin hituð upp með henni.

Laxveiði er í Þjórsá og þar má leggja þrjár lagnir, einnig er töluverð silungsveiði í Hrútsvatni, Steinslæk og Andalæk. Ef stunduð væri gæsa- og andaveiði gæti hún orðið talsverð.

Sandhólaferja er sannkölluð paradís með öllu sem til þarf á frábærum stað á Suðurlandi. Víðfeðmið er mikið og hægt að nýta jörðina til alls konar afþreyingar og/eða atvinnustarfsemi. 

Eignin býður upp á mikla möguleika, bæði út frá staðsetningu og stærð, og hægt að nýta á marga vegu.

Vakin er athygli væntanlegra kaupanda á ákvæði 10.gr.a jarðalaga nr. 81/2004, þar sem segir að skylt sé að afla samþykkis ráðherra fyrir ráðstöfun fasteignar í eftirfarandi tilvikum:
 1. fasteign er lögbýli og viðtakandi réttar og tengdir aðilar eiga fyrir fimm eða fleiri fasteignir sem eru skráðar í lögbýlaskrá enda nemi samanlögð stærð þeirra 50 hekturum eða meira, eða
 2. viðtakandi réttar og tengdir aðilar eiga fyrir fasteign eða fasteignir sem eru samanlagt 1.500 hektarar eða meira að stærð.

Nánari upplýsingar og bókanir í skoðun eru hjá Jens Magnúsi lgf s. 8931984 eða [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 79.000 m/vsk. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Panta FRÍTT söluverðmat

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.