LANDMARK FASTEIGNAMIÐLUN OG SVEINN EYLAND LGF. S. 6900 820 KYNNA:Um er ræða vel skipulagt og snyrtilegt 240.6 fm einbýlishús á þessum vinsæla stað í Garðabæ, til viðbótar eru ca. 25 fm sem eru óskráðir í eign.
Gróin ca. 790 fm lóð með suður-verönd, gott bílaplan framan við hús og rúmgóður bílskúr.
FASTEIGNAMAT 2025 KR. 162.300.000.-EIGNIN GETUR VERIÐ LAUS TIL AFHENDINGAR NOKKUÐ FLJÓTT.Upplýsingar um eign og bókun á skoðunartíma:Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s. 6900 820 eða
[email protected]Guðrún Diljá Lúðvíksdóttir s. 895 5181 eða
[email protected]FÁÐU SENT SÖLUYFIRLIT YFIR EIGN STRAX HÉR.Eignin skiptist í:Forstofu/anddyri, hol, stofu, borðstofu, eldhús með búri innaf, herbergjagang, fjögur svefnherbergi, sjónvarpsherbergi, gestabaðherbergi,
aðalbaðherbergi, óskráð rými í kjallara ca. 25 fm þar er geymsla og þvottaherbergi, rúmgóður bílskúr.Nánari lýsing á eign:Komið er í aflokaða
forstofu/anddyri með góðum fataskápum, veglegt öryggisgler er ofan við inngang að utan sem að gefur gott skjól.
Hol þaðan sem að gengið er í önnur rými eignar.
Stofurými er mjög bjart og rúmgott með mikilli lofthæð, arin skilur af
stofu og borðstofurými, útgengt á skjólgóða
suður-verönd úr stofu.Borðstofa er rúmgóð og opið er inní eldhús úr borðstofu.
Eldhús er snyrtilegt með fallegri eldhúsinnréttingu, góðir efri og neðri skápar og eru flísar á vegg milli efri og neðri skápa, gott geymslupláss, borðkrókur og er tengi fyrir uppþvottavél í innréttingu.
Innaf eldhúsi er
búr/geymsla sem að var
þvottaherbergi í upphafi og er útgengt úr því rými í garð til suðurs.
Gengið er upp nokkur þrep úr
holi upp í sjónvarpsstofu sem einfalt er að breyta í svefnherbergi, útgangur á austur-svalir úr því rými.
Gestabaðherbergi með glugga. Úr
sjónvarpsstofu er gengið inn á herbergjagang. Tvö góð
barnaherbergi eru á herbergjagangi og eru fataskápar í báðum herbergjum.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, baðkar, sturtuklefi og góð innrétting er undir vask með skápum.
Af
herbergjagangi er gengið niður nokkur (fjögur) þrep og þar innaf er rúmgott og bjart
hjónaherbergi með fataskápum og glugguma á tvo vegu,
barnaherbergi er einnig innaf gangi með fataskáp.
Útgengi er af gangi út á
suður-verönd. Þá er hringstigi niður af gangi í
opið rými í kjallara sem að er nýtt sem
þvottaherbergi og geymsla, þetta rými er óskráð.
Opið er úr geymslurými inní
innbyggðan bílskúr sem að er mjög rúmgóður með góðri lofthæð og glugga, auðveldlega komast tveir bílar fyrir í bílskúr, rafdrifin bílskúrshurð og hitabræðsla er í bílaplani, salerni í bílskúr.
Mjög gott bílaplan er framan við hús fyrir þrjá bíla.
Gólfefni: Parket og flísar er á gólfum eignar.
Gróin suð-vestur garður með góðri verönd og hellulögn að hluta út frá búrherbergi.
Mjög stutt er í alla þjónustu, skóla, leikskóla, íþróttar og útivistarsvæði, stutt í stofnbrautir.
-Vegna mikillar sölu undanfarið þá vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og ég kem og met eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s: 6900.820 eða [email protected]Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 79.000 m/vsk.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Panta FRÍTT söluverðmat