Grjóteyri , 276 Kjós
Tilboð
Lóð/ Jörð
7 herb.
65535 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
134.200.000
Fasteignamat
40.372.000

LANDMARK fasteignamiðlun og Ingibjörg Agnes Jónsdóttir, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala kynnir  jörðina Grjóteyri við Meðalfellsvatn í Kjós. Um er að ræða fallega og vel hirta jörð ásamt húsakosti. Á jörðinni er gott steypt 171,1 fm einbýlishús með sólskála og heitum potti, gott aðstöðuhús/ geymslu með gryfju á sér fastanúmeri. Fjós sem nýtt hefur verið sem geymsla fyrir ferðavagna, 2 hlöður, fjárhús, verkfæra og vélageymslu, 43,9 hektarar af ræktuðu landi á láglendi ásamt óræktuðu landi og hlunnindum af leigu sumarhúslóða og silungs og laxveiði. Hitaveita er á svæðinu. Gríðarmiklir möguleikar eru til staðar fyrir ferðaþjónustu af ýmsu tagi, tilvalið fyrir fjárfesta, miklir byggingarmöguleikar bæði í sumarhúsalóðum og byggingarlóðum. Gríðar fallegt umhverfi og mikil nálægð við höfuðborgina. Einnig er möguleiki á að kaupa tvær lóðir aukalega á sér fastanúmerum. 
 

Allar frekari upplýsingar veitir Ingibjörg Agnes Jónsdóttirt gsm: 897-6717 eða [email protected]

Nánari lýsing:


Einbýlishús:
Um er að ræða steypt 171,1 fm,einbýlisshús byggt 1972 sem er á sér fastanúmeri ásamt aðstöðuhúsi. Húsið er klætt að utan á einni hæð með valmaþaki. Eignin hefur fengið gott viðhald í gengum árin. Búið er að endyrnýja þak, allt gler og nánast alla glugga ásamt eldhúsi og baðherbergi. Byggt var við húið, eldhúsið var stækkað og er útsýni yfir vatnið einstakt. Einnig var byggð sólstofa við húsið sem snýr út í garð og er þar heitur pottur og pallur. Stofa með kamínu og fallegu útsýni. Auðvelt að hafa 5-6 svefnherbergi í húsinu. Fallegur mjög stór og skjólgóður garður (9307 fmr.) er kringum húsið með stórri grasflöt og trjám og pöllum.

Aðstöðuhús/geymsla:
Er skráð 88,6 fm. samkv. fasteignamati byggð 1987 . Húsið er steypt með viðgerðargryfju. Húsið er vel einangrað með salernum og sturtuaðstöðu. Mjög stór innkeyrsluhurð og geymsluloft að hluta. Við húsið er búið að gera útiaðstöðu með skjólveggjum.

Fjós:
Um er að ræða 480,7 fm. fjós byggt árið 1975. Húsið er steypt með bárujárnsþaki, járn hefur verið endurnýjað. Í dag er það ekki nýtt sem slíkt. Búið er að hreinsa bása í burtu og steypa upp í flór. Undir fjósinu er 216,6 fm. Haughús. Opnað var inn í hlöðu til að auðvelda aðgengi inn í rýmið. Í dag er það  nýtt sem geymsla fyrir fellihýsi og hjólhýsi.

Hlöður:
Skráð heildarflatamál 444,6 fm. Um er að ræða  tvær hlöður. Steyptir sökklar bárujárnsklætt með timbur sperrum.Í dag eru þær nýtt sem geymslurými. Styttist í að endurnýja þurfi þak. Ástand þokkalegt en þarfnast einhvers viðhalds.

Fjárhús:
Um er að ræða 305,3fm fjárhús. Húsið er með steyptum sökkli og bárujárnsklæðningu og timbursperrum. Að hluta er fjárhús undir búfénað en að hluta sem geymsla. Ástand þokkalegt en þarfnast einhvers viðhalds. 

Véla og verkfærageymsla:
Um er að ræða 272 fm. véla og verkfærageymslu. Eignirnar eru í þokkalegu ástandi.

Í heildina litið er þetta vel um genginn húskostur með bæði eldri húsum sem hafa fengið flest ágætt viðhald gegnum árin ásamt nýlegri húsum.  Jörðin er í góðri rækt og tún vel hirt. Jörðin er í miklli nálægð við Reykjavík, einungis um 50 km akstur. 
 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 74.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Fáðu frítt sölumat á eignina þína HÉRNA

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.