Búland 4, 530 Hvammstangi
Tilboð
Atvinnuhús/ Lager - Iðnaðarhúsnæði
2 herb.
84 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1993
Brunabótamat
42.400.000
Fasteignamat
8.210.000

LANDMARK fasteignamiðlun og Júlíus Jóhannson, lögg. fasteignasali (s: 823-2600 / [email protected]) kynna: 

Gott 84,0 fm iðnaðarhúsnæði á einni hæð við Búland 4 á Hvammstanga. Um er að ræða timburhús á steyptum grunni, klætt að utan með bárujárni, byggt árið 1993. 
Eignin stendur á 1.300 fm iðnaðar- og þjónustulóð, leigulóð. 

Húsnæðið er innréttað sem skrifstofuhúsnæði og er með innbyggðum bílskúr og skiptist í forstofu, opið rými, skrifstofu, salerni og geymslu. Á skrifstofurýminu er dúkur á gólfi og bílskúrsgólf er málað. Góð lofthæð í húsnæðinu. 
Gengið er inn í forstofu. Opið rými er með mikilli lofthæð, þar er lítil innrétting með skápum og vaski og tengi fyrir þvottavél, áfastar hillur á vegg. Skrifstofa er með hillum. Geymsla er með skolvaski. Innaf geymslu er baðherbergi með salerni, handlaug og sturtu. Bílskúr er með bílskúrshurð og hillum.

Lóð er tyrfð, steypt innkeyrsla fyrir framan bílskúr ásamt hellum við inngang. 

Eignin getur verið afhent fljótlega.

Allar nánari upplýsingar veita:
Júlíus Jóhannsson, lögg. fasteignasali
í félagi FF / [email protected] / 823-2600
Monika Hjálmtýsdóttir, viðskiptafr., lögg. fasteignasali
í félagi FF / [email protected] / 823-2800
Láttu okkur selja fyrir þig! Við veitum þér sölu- og kaupráðgjöf án skuldbindingar

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 79.000 m/vsk. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Panta FRÍTT söluverðmat

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.