Lágaleiti 13, 103 Reykjavík (Kringlan/Hvassal)
199.000.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
5 herb.
212 m2
199.000.000
Stofur
2
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
2020
Brunabótamat
125.790.000
Fasteignamat
138.900.000

LANDMARK Fasteignamiðlun og Freyja Rúnarsdóttir löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu:
Glæsilega 212,9 fm penthouse íbúð með stórbrotnu útsýni í nýlegu lyftuhúsi miðsvæðis í Reykjavík. Eina íbúðin á hæðinni. Bílskúr ásamt tveimur stæðum í bílakjallara. 27,9 fm þakverönd. Tvö baðherbergi. 
Stofa, borðstofa og eldhús í opnu og björtu alrými. Stórt og gott sjónvarps- og vinnurými með útgengt út á norðursvalir. Hjónasvíta og tvö önnur svefnherbergi. 

Íbúðin er öll hin glæsilegasta með vönduðum innréttingum, tækjum og gólfefnum. Innréttingar í eldhúsi og baðherbergi eru frá GKS dökkar á lit Easytouch Grafite black, borðplötur og sólbekkir eru Snowy Ibiza steinn frá Rein. Blöndunartæki eru innbyggð tæki frá Gröhe og eldhústækin eru frá Miele og Liebehr. Vandaðar flísar frá MARAZZI á baðherbergjum og þvottahúsi. Harðparket á gólfum fyrir utan baðherbergi og þvottahús. 

Allar nánari upplýsingar veitir Freyja Rúnarsdóttir löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala í síma 694-4112 eða [email protected]

Íbúðin er skráð 212,9 fm skv FMR sem skiptist í íbúð 164,2 fm, geymslu 5,8 fm, geymslu 13,9 fm og bílskúr 29 fm. 

Nánari lýsing eignar:
Forstofa/hol
með forstofuskáp.
Stofa, borðstofa og eldhús eru í björtu og opnu alrými með gólfsíðum gluggum að hluta til, útgengt á 27,9 fm þakverönd með óhindruðu útsýni yfir höfuðborgarsvæðið. 
Eldhús er með svartri, mattri, innréttingu og stórri eyju með spanhelluborði með gufugleypi, borðplötu úr steini, vönduðum eldhústækjum, vínkæli og innbyggðum ísskáp og uppþvottavél. Tvöfaldur bakaraofn í vinnuhæð. 
Sjónvarps- og vinnurými er norðanmegin í íbúð með útgengt út á norðursvalir.
Hjónasvíta er með góðum fataskápum, innangengt inn á flísalagt baðherbergi I með upphengdu salerni, walk in sturtu, handklæðaofni og vönduðum tækjum
Herbergi með gluggum til vesturs.
Herbergi með fataskápum upp í loft.
Baðherbergi II er flísalagt með upphengdu salerni, walk in sturtu og handklæðaofni.
Þvottahús er í miðju íbúðar með innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara, vaski og þvottasnúrum.
Geymslurnar eru tvær og eru í kjallara, önnur þeirra er 5,8 fm og hin 13,9 fm.
Bílskúr með rafmagnsopnun er í bílakjallara, úr honum er hægt að ganga beint inní sameign.
Tvö bílastæði í bílakjallara fylgja íbúð.

Húsgjöld íbúðar eru 45.852 kr á mánuði. Innifalið í almennum húsgjöldum er almennur rekstur, allur hiti, rafmagn í sameign, gluggaþvottur, ræsting sameignar, húseigendatrygging og framkvæmdasjóður. Að loknu hverju starfsári er framkvæmt ársuppgjör sem miðast við raunkostnað hverrar eignar. Við það myndast frávik, inneign eða skuld, þar sem álögð húsgjöld eru í raun byggð á áætlun. 

Annað sem varðar húsfélagið frá Eignaumsjón: Hleðslukerfi er fyrir rafbíla og notkun og þjónustugjald er innheimt með húsgjöldum beint til notenda. Á stofnfundi húsfélagsins voru sérstakar samþykktir fyrir húsfélagið samþykktar í samræmi við 75. gr. laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús. Sjá meðfylgjandi. Samkvæmt stjórn er uppsetningu á hleðslustöðvum lokið og er lifandi skjal á Facebook síður félagsins þar sem hægt er að sækja um stöðvar og verð á hleðslu. Hönnun og framkvæmd við svalalokanir er búið að framkvæma og er ennþá möguleiki fyrir íbúa að láta teikna fyrir sig lokanir með þeim formerkjum að arkitekt hússins teikni lokunina og óski eftir samþykkt byggingarfulltrúa fyrir því, að því loknu getur íbúi haft samband við ProRail eða Ál og Gler til að kaupa klæðningu. Lokafrágangur er ekki lokið og er stjórn að vinna með Skugga í að klára það sem eftir er.

Allar nánari upplýsingar veitir Freyja Rúnarsdóttir löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala í síma 694-4112 eða [email protected]

 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 79.000 m/vsk. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Panta FRÍTT söluverðmat

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.