L
ANDMARK fasteignamiðlun og Þórey Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala kynna í einkasölu vandað og vel byggt einbýli með tvöföldum bílskúr með möguleika á auka íbúð í austurhluta hússins. Frábær staðsetning á einum besta stað í Ásahverfinu í Garðabæ þar sem stutt er í alla þjónustu, skóla og leikskóla. Rúmgóðar stofur, borðstofa / sólstofa og stórt eldhús. Fimm til sex svefnherbergi, sjónvarpsherbergi, þrjú baðherbergi, þvottahús og tvöfaldur bílskúr. Í húsinu er mikil lofthæð, gólfhiti og vönduð lýsing. Skjólgóður og gróinn garður, einkar fallegur með vel völdum gróðri, heitum potti og útisturtu.
Eignin er skráð hjá Þjóðskrá Íslands með fastanúmeri 225-4598, birt stærð eignar er 237,6 fm en þar af er bílskúr 42,8 fm. Að auku er rúmgott geymsluloft í bílskúr sem er ekki inni í skráðum fermetrum hjá Þjóðskrá Íslands.
Allar frekari upplýsingar veitir Þórey Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 663 2300 eða smellið hér fyrir söluyfirlit og frekari upplýsingar.
Nánari lýsing, neðri pallur:
Forstofa, flísalögð með góðum fataskáp.
Stofa og borðstofa, flísalögð með mikilli lofhæð og fallegum arni.
Eldhús, flísalagt með vandaðri mahony innréttingu, gott skápapláss og vönduð tæki. Gaggenau bakarofnar, Miele helluborð og vandaður háfur.
Sólskáli, flísalagður og útgengt í garð með hellulagðri verönd.
Baðherbergi, flísalagt hólf í gólf með upphengdu salerni, mahony innréttingu og sturtuhorni.
Þvottahús, flísalagt með mikilli innréttingu og stórum þurrkskáp sem fylgir með. Úr þvottahúsi er útgengt í garð.
Bílskúr með geymslulofti, tvöfaldur með fílsum og rafdrifnum hurðaopnara en þá er búið að stúka af og útbúa gott unglingaherbergi úr hluta af bílskúrnum.
Efri pallur:
Sjónvarpshol / heimaskrifstofa, parketlögð og útgengt í garð, hellulagða verönd.
Hjónaherbergi, parketlagt með góðum fataskápum.
Baðherbergi innaf hjónaherbergi, flísalagt hólf í gólf með upphengdu salerni, mahony innréttingu, baðkari og sturtu.
Barnaherbergi I, parketlagt með fataskáp.
Barnaherbergi II, parketlagt með fataskáp.
Barnaherbergi III, parketlagt með fataskáp.
Baðherbergi, flísalagt hólf í gólf með upphengdu salerni, mahony innréttingu og sturtuhorni.
Gangur eða forstofa, flísalögð en austurhluti hússins var áður nýttur sem auka íbúðarrými, lagnir en til staðar og því auðvelt að setja aftur upp eldhús í barnaherbergi III.
Garðurinn gróinn og fallegur með heitum potti og útisturtu, timbur skjólveggjum, hellulögðum stígum og fallegum gróðri. Innkeyrsla hellulögð, hiti í plani.
Allar frekari upplýsingar veitir Þórey Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 663 2300 eða [email protected]
Ekki hika við að hafa samband ef þú eða einhver sem þú þekkir er í fasteignahugleiðingum en hjá mér færðu vönduð vinnubrögð og framúrskarandi þjónustu sem skilar árangri. Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 69.900.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Fáðu frítt sölumat á eignina þína HÉRNA