Blikanes 21, 210 Garðabær
Tilboð
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
11 herb.
467 m2
Tilboð
Stofur
5
Svefnherbergi
6
Baðherbergi
4
Inngangur
Sér
Byggingaár
1973
Brunabótamat
168.850.000
Fasteignamat
172.650.000

LANDMARK FASTEIGNAMIÐLUN 512.4900 KYNNIR:

Um er að ræða glæsilegt einbýlishús á frábærum stað á Arnarnesi, Blikanes 21, þar sem listræn hönnunareinkenni hins landsþekkta arkitekts Mannfreðs Vilhjálmssonar njóta sín í hvívetna. 
Húsið er steinsteypt með grófum rákuðum útveggjum, sjónsteypu á innveggjum, flötu þaki og telur 467,5 fm samkvæmt FMR og stendur á 1540 fm eignarlóð sem er vel gróin og er fallegt útsýni til suð-vesturs frá húsinu.
Hér hefur vel verið farið með allan efnivið og innréttingar þó svo að búið sé að endurnýja eignina tölu­vert mikið. 
Húsið er á tveim hæðum og var byggt 1973, húsið er bjart með gólfsíðum glugg­um, þakgluggum sem hleypa skemmtilgri birtu í rými og í loft­inu eru bit­ar sem setja sterkan svip á húsið og er innfelld lýsing í loftabitum.
Þótt húsið hafi verið gert upp hef­ur þess verið gætt að ein­kenni þess hald­ist. Fallegar grjóthleðslur og hellulagðar verandir á lóðinni gera mikið fyrir eignina.
Panil­klæddir vegg­ir skapa stemn­ingu og hlý­leika, sjónsteypa er einnig skemmtileg á mörgum stöðum innanhúss.

Áhugasamir kaupendur bókið skoðunartíma hjá:
Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s. 6900.820 eða [email protected]

Eignin hefur verið mikið endurnýjuð að innan og í breytingum þess var passað að halda í karakter og virðing borin fyrir hönnun hússins. 
Vandaðar innréttingar og tækjaval í húsi.

Eignin skiptist á eftirfarandi hátt:
Á efri hæð er: Forstofa, hol, rúmgóðar stofur, borðstofa, eldhús, gestasalerni, herbergjagangur, hjónasvíta með baðherbergi innaf, tvö barnaherbergi og baðherbergi, aukainngangur á aðalhæð þar sem komið er inní forstofu og þaðan er stigi niður á neðri hæð.
Útgengt út í garð og á verönd á tveim stöðum úr stofurými.
Á neðri hæð er: Sjónvarps/fjölskyldurými, herbergjagangur, þrjú góð svefnherbergi, baðherbergi, þvottaherbergi, tæknirými og mjög rúmgóður bílskúr, útgengt er af neðri hæð út í garð.
Mjög gott bílaplan er framan við bílskúr og eins er bílastæði við inngang í hús. Gróðurhús er sunnan megin við húsieign

Nánari lýsing á efri hæð:
Komið er inn í rúmgóða og bjarta forstofu með innbyggðum fataskápum og er gestasalerni innaf forstofu. 
Úr forstofu er hurð inní eldhús og þá er önnur hurð úr forstofu inn í stofurými.
Mjög rúmgóðar stofur á pöllum renna saman og er hlaðin arinn í stofurými sem er opin á tvo vegu, gólfsíðir gluggar og er rennihurð úr stofu út á suður-verönd.
Eldhús er mjög rúmgott og bjart með stórglæsilegri eldhúsinnréttingu með góðu skápaplássi og er mikil eldhúseyja í miðju eldhúsi og í henni helluborð, vaskur og innbyggð uppþvottavél, auk þess að vera með mjög góðar geymsluhirslur.
Borðstofa er opið og mjög skemmtilegt rými í framhaldi af eldhúsi, útgengt er út á skjólgóða suður-verönd úr borðstofu um rennihurð.
Herbergisgangur og innaf honum eru tvö svefnherbergi með góðum innbyggðum fataskápum og mjög snyrtilegt baðherbergi með baðkari með sturtuhengi, vegghengt salerni og veggskápar.
Innst á herbergisgangi er mjög rúmgóð hjónasvíta með mikið af fataskápum, snyrtiaðstöðu með tveim vöskum í innréttingu og baðherbergi með Walk-in sturtuklefa og vegghengdu salerni, útgengt er á suður-svalir úr hjónasvítu.

Nánari lýsing á neðri hæð:
Komið er niður fallegan tréstiga úr forstofu frá efri hæð en innangengt er úr þeirri forstofu í eldhús/borðstofu.
Mjög rúmgott fjölskylduherbergi sem að nýtt er sem sjónvarpsstofa.
Herbergjagangur og innaf honum eru tvö rúmgóð svefnherbergi, stórt baðherbergi með baðkari og Walk-in sturtuklefa með glerskilrúmi, rúmgóð innrétting í kringum vask, vegghengt salerni og eru veggir flísalagðir, rúmgott þvottaherbergi með góðri skápainnréttingu og er vaskur í innréttingu. Línherbergi/tæknirými er einnig innaf herbergjagangi.
Í vestari enda herbergjagangs er rúmgott herbergi með rennihurð sem mætti nýta sem sérherbergi eða skrifstofu og úr því herbergi er hurð út í garð.
Lagnaherbergi er á neðri hæð þar sem að komið er niður stiga og nýtist að hluta sem geymsla.
Mjög rúmgóður bílskúr sem er innangengur af jarðhæð, epoxy á gólfum, rafdrifin bílskúrshurð og mjög gott geymslurými innaf bílskúr, búið er að leggja fyrir rafmagnshleðslu í bílskúr.
Gólfefni: Náttúruflísar og teppi eru á gólfum húseignar.

Sjón er sögu ríkari!

-Vegna mikillar sölu undanfarið þá vantar okkur allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við komum og metum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s: 6900.820 eða [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 69.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Fáðu frítt sölumat á eignina þína HÉRNA

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.