Tröð 1, 415 Bolungarvík
37.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
7 herb.
183 m2
37.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
6
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1960
Brunabótamat
27.850.000
Fasteignamat
11.900.000

LANDMARK kynnir :Fallegt 183,9 fm einbýlishús á skemmtilegum útsýnisstað í Bolungarvík.  6 svefnherbergi eru í húsinu og gistirými fyrir amk 13 manns, hentar vel til útleigu en húsgögn geta fylgt í kaupunum.   Húsið er bárujárnsklætt timburhús á steyptri neðri hæð með góða suðurverönd. Sérinngangur á bæði efri og neðri hæð.

Efri hæð: Forstofa er flísalögð með fatahengi.  Inn af henni er parketlagður gangur/ hol.  Stofan er nokkuð rúmgóð með parketi á gólfi.  Eldhúsið er með eldri innréttingu og góðum borðkrók. Flísalagt búr inn af eldhúsi.  Þrjú svefnherbergi á efri hæð og tvö þeirra nokkuð rúmgóð, en annað minna.  Baðherbergið er með flísalagt gólf og baðkari. Gengið niður á neðri hæð um hurð við eldhús.

Neðri hæð:  Komið inn á flísalagðan gang / hol.  Þrjú rúmgóð svefnherbergi á neðri hæð.  Plastparket og teppi á herbergjum.  Salerni er á neðri hæð með sturtu.  Rúmgott flísalagt þvottahús og rúmgóð geymsla.

Verönd er sunnan meginn við húsið með skjólveggjum og geymsluhúsi.  Snyrtileg lóð bakvið húsið.

Endurbætur síðustu ára að sögn seljenda: Baðherbergi á efri hæð málað af fagaðila árið 2019.  Ofna- og neysluvatnslagnir endurnýjaðar árið 2001.  Hluti þaks endurnýjað árið 2015 og þakrennur allan hringinn árið 2017.  Gluggar og gler í stofu og svefnherbergi í suður endurnýjað árið 2020 og 2019.  Raflagnir voru endurnýjaðar að mestu leyti 2009 og 2012.  Sjá nánar að ástandsyfirlýsingu seljenda.

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Samúelsson Lgf í síma 896-2312 eða [email protected]
-------------------------------------------------------------------

 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 69.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Fáðu frítt sölumat á eignina þína HÉRNA

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.