Naustabryggja 31, 110 Reykjavík (Árbær)
48.500.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sameiginlegum inngangi.
2 herb.
68 m2
48.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
2016
Brunabótamat
32.210.000
Fasteignamat
36.000.000

LANDMARK fasteignamiðlun og Monika Hjálmtýsdóttir lögg. fasteignasali kynna sérlega fallega tveggja herbergja 68,8 míbúð á 3. hæð með stæði í lokuðum bílakjallara að Naustabryggju 31 í Bryggjuhverfinu í Reykjavík. Fjölbýlishúsið sem var byggt árið 2016 er litríkt og vandað ásýndar, lyfta er í húsinu og innangegnt er í geymslu og bílakjallara. Úr íbúðinni er útgengi á skjólgóðar suðursvalir sem snúa út á fallegan garð en undir garðinum er bílakjallari sem tilheyrir húsunum sem snúa að garðinum við Naustabryggju og Tangabryggju. Rafbílatengi er komið í bílakjallarann en hleðslustöðin í stæðinu fylgir þó ekki. 

Nánari lýsing:
Íbúðin er með fallegum dökkum innréttingum, hvítum innihurðum og fallegu harðparketi.
Stofa og eldhús 
er í opnu og björtu rými. Eldhúsinnrétting er svarbrún og dökkgrá, með innbyggðum ísskáp og uppþvottavél. Við eyju er bakarofn með innbyggðum kjöthitamæli, keramik helluborð, yfir er vandaður lofthengdur háfur og er hægt að sitja við eyjuna. Úr stofu er útgengi á skjólgóðar suðursvalir sem snúa að fallegum sameiginlegum garði inn í stóru porti. Baðherbergi er með fallegum gráum flísum á gólfi og í kringum sturtu, með upphengdu salerni, fallegri baðinnréttingu, walk-inn sturtu og handklæðaofni á vegg. Tengi er fyrir þvottavél og þurrkara inni á baði. Svefnherbergi er rúmgott með innbyggðum fataskápum. Geymsla er í sameign með áföstum hillum á vegg. Stæði í bílageymslu tilheyrir eigninni í sameiginlegum bílakjallara. 
Sameiginleg hjóla og vagnageymsla í sameign. 

Birt stærð íbúðar er 61,0 m2 (050303) og geymslu er (050313) er 7,8 m2 samtals 68,8 m2. Stæði í bílageymslu (06B141).

Fyrirhugað fasteignamat 2022 42.300.000 kr. 

Allar nánari upplýsingar veita Monika Hjálmtýsdóttir, lögg. fasteignasali og viðskiptafr. s: 823-2800, [email protected] eða Júlíus Jóhannsson, lögg. fasteignasali s: 823-2600, [email protected] 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 69.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Fáðu frítt sölumat á eignina þína HÉRNA

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.