Strandgata 19a, Hafnarfjörður

44.900.000 Kr.


Fjölbýlishús
87,1 m2
3 herbergja
Sérinngangur
Herbergi 3
Stofur 1
Baðherbergi 1
Svefnherbergi 2
Ásett verð 44.900.000 Kr.
Fasteignamat 29.750.000 Kr.
Brunabótamat 24.100.000 Kr.
Byggingarár 1908

Lýsing
LANDMARK fasteignamiðlun ehf. og Andri Sigurðsson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala kynna í einkasölu: Glæsilega 87,1 fm endurbætta 3ja herbergja íbúð með sérinngangi á 2 hæð í 3ja hæða endurbættu fjölbýlishúsi við Strandgötu í Hafnarfirði. Íbúðin skiptist í forstofu, gang, stofu, eldhús, tvö svefnherbergi, geymslu innan íbúðar og baðherbergi (tengi fyrir þvottavél á baðherbergi). Ekkert fomrlegt húsfélag er starfrækt í húsinu. LAUS TIL AFHENDINGAR STRAX.Teikningar, skilalýsing og allar nánari upplýsingar veitir: Andri Sigurðsson löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.isUm er að ræða mið- og efstu hæð í eldra húsi við Strandgötu 19a. Húsið er gamalt timburhús byggt ofan á steypta jarðhæð sem hefur verið endurbyggt að hluta á síðustu mánuðum. Útveggur hússins sem snýr að Austurgötu hefur verið algerlega endurbyggður og settir nýir gluggar og útihurðir. Stigagangur milli hússins og nýbyggingar til móts við bakhlið þess er nýr með snjóbræðslu. Allir veggir fyrir utan eitt herbergi í báðu íbúðum voru endurbyggðir. Skipt var um nær allar lagnir og sett inn nýtt eldhús og bað. Nýjar rafmagnstöflur voru settar í íbúðirnar og skipt um allar raflagnir. Loft í íbúð á efstu hæðinn var rifið niður og skipt um burðarbita, sett ný einangrun og loftið klætt á ný. Gamall skorsteinn var fjarlægður þar sem hann hafði ekki neitt hlutverk lengur. Þak hússins var endurbyggt. Ekki reyndist nauðsynlegt að gera neitt við framhlið hússins sem hafði farið í gegnum endurnýjun fyrir einhverjum árum. Vandaðar eldhúsinnréttingar frá IKEA með hvítri áferð, borðplata með ljósri eykaráferð, Granslos ofn, Barmhartig glass cream helluborð og Lagan vifta. Uppþvottavél og ísskápur fylgja ekki með. Á baðherbergi er innrétting með vaski og blöndunartækjum. Sturtuklefi frá sturta.is er á baðherbergjum. Flísar á gólfi og veggjum við sturtu. Þvottahús er hluti af baðherbergi. Tæki á baði verða frá Byko eða Tengi og er miðað við tæki frá Grove, Damixa eða sambærilegum framleiðendum. Innrétting frá IKEA. Innihurðir, gólfefni og flísar eru frá Parki ehf. Miðað er við hvítar Grauthoff innihurðir með standard burstuðum stálhúnum. Gólfefni er Kron-Origina harðparket með hvíttuðu yfirbragði. Gólfflísar eru Fusion Grey og veggflísar White Matt. Hjólageymsla er í lokuðu rými á milli gamla og nýja hússins. Sorpgeymsla er í steinsteyptu rými fyrir framan nýbyggt tveggja íbúða hús . Þá er sér tæknirými á fyrstu hæð nýja hússins sem er fyrir bæði húsin. Lóð: Snjóbræðsla verður á steinsteyptum gangi á milli gamla og nýja hússins þar sem gengið er inn í báðar íbúðirnar. Stigi verður frá ganginum upp í íbúð á efstu hæð þar sem einnig er pallur. Baklóð er með túnþökum. Lóð skilast hvorki með trjágróðri né leiktækjum. Engin bílastæði fylgja íbúðunum en bent er á að næg bílastæði eru í nálægð við húsin (endurgjaldslaus). Nánari lýsing íbúðar á 2. hæð: Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi. Frá forstofu er komið inn í rúmgóða stofu með fjórum gluggum sem snúa út að Strandgötu. Eldhús með hvítri innréttingu, parket á gólfi og gluggi. Tvö parketlögð svefnherbergi. Tveir gluggar í öðru herberginu. Geymsla innaf öðru svefnherberginu með glugga sem væri einnig hægt að nýta sem herbergi eða fataherbergi. Baðherbergi með sturtu, neðri skápur, upphengt salerni, tengi fyrir þvottavél og gluggi. Á jarðhæðinni er sameiginleg hjóla- og vagnageymsla fyrir fjórar íbúðir. Teikningar, skilalýsing og allar nánari upplýsingar veitir: Andri Sigurðsson löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.isERTU Í FASTEIGNAHUGLEIÐINGUM? ÞARFTU AÐ SELJA?

Ég hef starfað við sölu fasteigna samfleytt frá árinu 1997 og ég er félagsmaður í Félagi fasteignasala. Ég legg áherslu á vandvirkni, heiðarleika og ábyrgð í fasteignasölu. Sanngjörn söluþóknun, ekki hika við að samband við mig í síma 690 3111 eða andri@landmark.is

 

Kort