Miðvangur 129 - OPIÐ HÚS , Hafnarfjörður

64.900.000 Kr.


Raðhús
188,1 m2
6 herbergja
Sérinngangur
Herbergi 6
Stofur 2
Baðherbergi 2
Svefnherbergi 4
Ásett verð 64.900.000 Kr.
Fasteignamat 53.550.000 Kr.
Brunabótamat 52.480.000 Kr.
Byggingarár 1971

Lýsing
LANDMARK FASTEIGNAMIÐLUN & SVEINN EYLAND LGF. KYNNA:

OPIÐ HÚS SUNNUDAG 21.OKT KL.15.30-16.00

MIÐVANGUR 129, 220 HFJ.

Sveinn Eyland lög.fasteignasali á staðnum.
Um er að ræða rúmgott, vel skipulagt og fjölskylduvænt 188.1 fm raðhús á tveim hæðum á þessum vinsæla stað í norðurbæ Hafnarfjarðar.

Íbúðarrými er 150.1 fm og innbyggður bílskúr 38 fm, góð afgirt suður-verönd og ca. 35 fm svalir ofan á bílskúr.

Eign sem bíður uppá mikla möguleika á frábærum stað þar sem að stutt er í alla þjónustu, skóla, leikskóla, útivistarsvæði og stofnbrautir.

-EIGNIN GETUR FENGIST AFHENT FLJÓTLEGA-Upplýsingar um eign og bókun á skoðunartíma:

Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s. 6900.820 eða sveinn@landmark.isEignin skiptist í:

Forstofu, hol, stofu, borðstofu, sjónvarpsrými, eldhús, fjögur svefnherbergi, aðal og gesta-baðherbergi, þvottaherbergi, geymslu og innbyggðan bílskúr.

Afgirt suður-verönd með heitum potti.Nánari lýsing eignar:


Rúmgóð forstofa með fatahengi.

Gesta-snyrting er innaf forstofu.

Hol þaðan sem gengið er í önnur rými neðri hæðar.

Eldhús er rúmgott og er opið inn úr holi, snyrtileg hvít eldhúsinnrétting með efri og neðri skápum mjög gott skápapláss er í eldhúsi, eyja er í eldhúsi sem er notuð sem eldhúsborð, tengi fyrir uppþvottavél í innréttingu.

Stofa og borðstofa renna saman í opið og bjart rými, útgengi á afgirta suður-verönd úr stofurými, heitur pottur á verönd.

Sjónvarps/fjölskyldurými er innaf stofu.

Bjart stigarými er úr holi uppá efri hæð og undir stiga er rými sem gæti nýst sem vinnuaðstaða.

Komið er uppá hol/gang og þaðan er gengið í rými efri hæðar og eins út á rúmgóðar 35 svalir (sem bjóða uppá mikla möguleika hvort sem er að byggja yfir eða loka rými).

Á efri hæð eru fjögur svefnherbergi og eru innbyggðir fataskápar í hjónaherbergi en önnur herbergi skápalaus.

Baðherbergi er algjörlega endurnýjað með flísum á gólfi og veggjum, Walk-in sturtuklefa og baðkari, snyrtileg innrétting með skúffum undir vaski, vegghengt salerni, handklæðaofn á vegg.

Lítil geymsla er á efri hæð sem mætti nýta sem fataherbergi.

Innbyggður bílskúr með eign og er gott geymslupláss í honum, sauna-klefi í enda bílskúrs og þvottaherbergisaðstaða er einnig þar.

Gólfefni: Flísar og harð-parket er á gólfum eignar. Hitalögn er í bílaplani.Athugið að vart hefur verið við raka/leka í loftum stofurýmis og eru áhugasamir aðilar um eignina hvattir til þess að láta skoða eign vel.-Vegna mikillar sölu undanfarið þá vantar allar tegundir eigna á skrá.

-Hafðu samband og ég kem og met eignina þína þér að kostnaðarlausu.

-Sveinn Eyland lögg.fasteignasali gsm: 6900.820 eða sveinn@landmark.is

KortSölumaður

Sveinn Eyland GarðarssonLöggiltur fasteignasali og eigandi -
Netfang: sveinn@landmark.is
Sími: 6900820

Senda fyrirspurn um

Miðvangur 129 - OPIÐ HÚS