Stráksmýri 11 - sumarhús , Borgarbyggð

25.900.000 Kr.


Sumarhús
63,8 m2
3 herbergja
Sérinngangur
Herbergi 3
Stofur 1
Baðherbergi 1
Svefnherbergi 3
Ásett verð 25.900.000 Kr.
Fasteignamat 21.850.000 Kr.
Brunabótamat 18.100.000 Kr.
Byggingarár 2001

Lýsing
LANDMARK FASTEIGNAMIÐLUN 512.4900 & SVEINN EYLAND LGF. KYNNA:

Um er að ræða fallegt og vel skipulagt heilsárshús sem er 63.8 fm auk 20 fm svefnlofts og stendur húsið ofarlega í landi INDRIÐASTAÐA í SKORRADAL á 2817 fm eignarlandi sem er kjarri vaxið.

Fallegt útsýni yfir vatnið, verönd er í kringum hús og er heitur pottur á verönd. Gott bílaplan framan við hús.

Heitt (frá OR) og kalt vatn ásamt rafmagni og er öryggishlið inná svæðið.

SUMARHÚS GETUR VERIÐ LAUST TIL AFHENDINGAR VIÐ KAUPSAMNING.Upplýsingar um eign og bókun á skoðunartíma:

Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s. 6900.820 eða sveinn@landmark.isEignin skiptist í:

Forstofu, herbergjagang, tvö svefnherbergi, stofu/borðstofu, eldhús, baðherbergi, rúmgott svefnloft, geymslu innan húss og eins er köld útigeymsla undir húsi.

Heitur pottur er á verönd. Allt almennt innbú fylgir með í kaupum að undanskildum persónulegum munum.
Nánari lýsing:

Forstofa með fatahengi. Herbergisgangur þaðan sem gengið er í önnur rými hússins.

Tvö svefnherbergi eru í húsinu, ekki eru fataskápar í herbergjum.

Stofa/borðstofa/eldhús er eitt opið og bjart rými með mikilli lofthæð, fallegur útsýnisgluggi er úr stofunni til norðurs yfir Skorradalsvatn, útgengi er á verönd til vesturs úr stofu.

Eldhús er með snyrtilegri eldhúsinnréttingu, efri og neðri skápar, eldunareyja, ísskápur og uppþvottavél í innréttingu sem fylgir með í kaupum.

Baðherbergi er snyrtilegt með flísum á gólfi, sturtuklefi, útgengi á verönd úr baðherbergi.

Stigi er úr herbergjagangi uppá svefnloft sem er nokkuð rúmgott og er opið að hluta niður í stofu, gluggar til austur á svefnlofti, hæglega komast fyrir tvö rúm á efri hæð sem getur hýst ca. 5-6 manns, vatnslögn til staða á efri hæð. Geymsla er innaf forstofu með hillum og eins er köld geymsla undir húsi.

Snyrtilega tyrfð flöt er austan megin við hús og bílaplan er rúmgott framan við hús.

Gólfefni: Parket og flísar á gólfum eignar.Að sögn eiganda er fylgir bátsréttur/veiðiréttur á Skorradalsvatni Húsið er innan girðingar með fjarstýrðu hliði.

Aksturtími frá Reykjavík er ca. 60 mín.

Húsinu fylgir:

Sjónvarpskerfi ásamt gervihnattardisk. Borðstofuborð og 6 stólar. Tveir sófar, sófaborð. SjónvarpsskenkurAllur ljósabúnaður. Garðborð og stólar. Sláttuvél og garðáhöld. Öll sængurföt.-Vegna mikillar sölu undanfarið þá vantar allar tegundir eigna á skrá.

-Hafðu samband og ég kem og met eignina þína þér að kostnaðarlausu.

-Sveinn Eyland lögg.fasteignasali gsm: 6900.820 eða sveinn@landmark.is


KortSölumaður

Sveinn Eyland GarðarssonLöggiltur fasteignasali og eigandi -
Netfang: sveinn@landmark.is
Sími: 6900820

Senda fyrirspurn um

Stráksmýri 11 - sumarhús