Laugavegur 63, Reykjavík

44.900.000 Kr.


Fjölbýlishús
81,3 m2
3 herbergja
Sameiginlegur
Herbergi 3
Stofur 1
Baðherbergi 1
Svefnherbergi 2
Ásett verð 44.900.000 Kr.
Fasteignamat 37.550.000 Kr.
Brunabótamat 23.100.000 Kr.
Byggingarár 1943

Lýsing
LANDMARK / SMÁRINN 512.4900 KYNNIR:SAMÞYKKT KAUPTILBOÐ LIGGUR FYRIR Í EIGN SEM ER Í FJÁRMÖGNUNARFERLI.Um er að ræða flotta 3ja herbergja 81.3 fm "LOFT-íbúð" á 3ju hæð í veglegu fjölbýlishúsi á Laugavegi.

Íbúð er vel skipulögð, snyrtileg á allan hátt og er aukin lofthæð í allri íbúð sem gerir hana mjög skemmtilega.

Svalir úr stofu sem snúa til norð-austurs og er fallegt útsýni yfir sundin í átt að Esjunni.

Íbúð er í skammtímaútleigu.

MÖGULEIKI ER AÐ KAUPA ALLT INNBÚ MEÐ EIGNINN.Upplýsingar um eign og bókun á skoðunartíma:

Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s. 6900.820 eða sveinn@landmark.isÍbúð skiptist í:

Forstofu/hol, tvö svefnherbergi, baðherbergi, stofu/borðstofu, eldhús, sérgeymslu í kjallara og sameiginlegt þvottaherbergi.

Mjög snyrtileg sameign og eru 3 íbúðir á hæðinni.Nánari lýsing á íbúð:


Forstofa er mjög rúmgóð og eru litskrúðugar flísar á gólfum að hluta.

Hol/alrými þaðan sem gengið er í önnur rými eignar.

Tvö rúmgóð svefnherbergi og eru fataskápar í báðum herbergjum.

Stofa/borðstofa eru eitt opið og bjart rými og er eldhús opið inní stofu, snyrtileg hvít eldhúsinnrétting með efri og neðri skápum, gott skápapláss, eyja í eldhúsi.

Úr stofu er útgengi á norð-austur svalir og er ægifagurt útsýni af þeim yfir sundin í átt að Esjunni og Akrafjalli.

Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, frístandandi sturtuklefi, létt innrétting undir vaski, mikið af speglum á baðherbergi sem gerir það stærra.

Sérgeymsla er í kjallara. Sameignlegt þvottahverbergi er í kjallara.

Gólfefni: Parket og flísar á gólfum eignar.Það sem einkennir þessa íbúð er hversu mikil lofthæð er í henni og gerir það íbúð rýmri, stærri og svo eru gluggar mjög bjartir.

Skemmtilegar innréttingar og gólfefni í íbúð sem gera hana "litskrúðuga".

Á árum áður var rekin brauðgerð/kexverksmiðja í húseign.
-Vegna mikillar sölu undanfarið þá vantar allar tegundir eigna á skrá.

-Hafðu samband og ég kem og met eignina þína þér að kostnaðarlausu.

-Sveinn Eyland lögg.fasteignasali gsm: 6900.820 eða sveinn@landmark.isLANDMARK/SMÁRINN hafa sameinast


Reynslumikið starfsfólk, sem býr að viðamikilli þekkingu á markaði stillir saman krafta sína og úr verður ein öflugasta stofa landsins.

Við samrunann myndast öflug liðsheild sem stefnir ótrauð að aukinni skilvirkni og framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini, jafnt seljendur sem kaupendur. 

KortSölumaður

Sveinn Eyland GarðarssonLöggiltur fasteignasali og eigandi -
Netfang: sveinn@landmark.is
Sími: 6900820

Senda fyrirspurn um

Laugavegur 63