Um okkur


LANDMARK er framsækin fasteignasala sem stofnuð var haustið 2010.  Haustið 2017 sameinaðist fasteignasalan SMÁRINN og LANDMARK og úr varð ein öflugasta fasteignasala landsins.
Starfsmenn okkar hafa allir mikla reynslu af fasteignasölu, fasteignaráðgjöf og úr fasteignaviðskiptum og er samanlagður starfsaldur í fasteignaviðskiptum mældur í áratugum.
Níu löggiltir fasteignasalar starfa hjá LANDMARK / SMÁRANUM fasteignamiðlun; Andri Sigurðsson, Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir, Sigurður Samúelsson, Sveinn Eyland, Kristján Ólafsson, Ingibjörg Agnes Jónsdóttir, Nadia Katrín Banine, Þórey Ólafsdóttir og Þórarinn Thorarensen.
Að auki eru 4 aðrir starfsmenn í námi til löggildingar fasteignasala og ljúka því námi innan skamms.

Eigendur LANDMARK / SMÁRANS fasteignamiðlunar eru;
Andri Sigurðsson, Benedikt Ólafsson, Sigurður Samúelsson, Sveinn Eyland Garðarsson, Þórarinn Thorarensen og Þórey Ólafsdóttir.


Fasteignasalar á LANDMARK fasteignamiðlun starfa á grundvelli löggildingar samkvæmt lögum um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015 sbr. lög 131/2015.
Aðstoðarmenn fasteignasala starfa á grundvelli undanþáguákvæða sömu laga um starfsheimildir nemenda sbr. 8.gr. a. og ákvæða II og IV til bráðabirgða.
Við sölu eigna skipta fasteignasalar og aðstoðamenn fasteignasala með sér verkum í samræmi við ákvæði laga.
Aðstoðamenn fasteignasala aðstoða við úttekt eigna og gerð söluyfirlits, aðstoða við gerð kauptilboðs, sýna fasteign og aðstoða við gerð fjárhagslegs uppgjörs.  Aðstoðamaður fasteignasala starfar á ábyrgð löggilts fasteignasala.

Landmark/Smárinn fasteignasala leggur sig fram um að veita vandaða og góða þjónustu.  Markmið Landmark fasteignasölu er að veita gæða þjónustu frá því eign er skráð inn þar til nýr eigandi hefur tekið við eigninni og afsal hefur verið gefið út.

Kaupendur geta treyst því að fá vandaða ráðgjöf varðandi fjármögnun og hentugt húsnæði fyrir mismunandi þarfir.  Okkar markmið er að vera ein af helstu fasteignasölum á Íslandi. Því markmiði náum við með því að ástunda vönduð og heiðarleg vinnubrögð.

Rekstaraðili LANDMARK fasteignamiðlunar er LANDMARK fasteignasala ehf
Heimilisfang: Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur. Kt. 700811-0500 - vsk nr. 108914. Netfang: landmark@landmark.is
Rekstarfélagið er skráð einkahlutafélag hjá fyrirtækjaskrá RSK.
Stór hluti fasteignasala LANDMARK / SMÁRANS eru skráðir í félag fasteignasala.