Um okkur


LANDMARK fasteigamiðlun var stofnuð árið 2010 en með sameiningu LANDMARK og SMÁRANS fasteignamiðlunar haustið 2017 varð úr ein öflugasta og framsæknasta fasteignasala landsins. Eigendur LANDMARK eru Andri Sigurðsson, Sigurður Samúelsson, Sveinn Eyland Garðarsson, Þórarinn Thorarensen og Þórey Ólafsdóttir.

Starfsmenn okkar hafa allir viðamikla reynslu af fasteignaráðgjöf og fasteignasölu en samanlagður starfsaldur okkar í greininni telur í áratugum. Hjá okkur starfa 11 löggiltir fasteignasalar og tveir nemar til löggildingar sem lokið hafa námi til löggildingar. Flestir á LANDMARK eru aðilar að félagi fasteignasala.


Fasteignasalar á LANDMARK starfa á grundvelli löggildingar samkvæmt lögum um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015 sbr. lög 131/2015. Aðstoðarmenn fasteignasala starfa á grundvelli undanþáguákvæða sömu laga um starfsheimildir nemenda sbr. 8.gr. a. og ákvæða II og IV til bráðabirgða. Við sölu eigna skipta fasteignasalar og aðstoðamenn fasteignasala með sér verkum í samræmi við ákvæði laga. Aðstoðamenn fasteignasala aðstoða við úttekt eigna og gerð söluyfirlits, aðstoða við gerð kauptilboðs, sýna fasteign og aðstoða við gerð fjárhagslegs uppgjörs.  Aðstoðamaður fasteignasala starfar á ábyrgð löggilts fasteignasala.

Hlutverk okkar er að leiða saman kaupandur og seljendur fasteigna með sameiginlega hagsmuni beggja aðila að leiðarljósi þannig að allir aðilar gangi ánægðir frá borði, mæli með þjónustu okkar og leiti til okkar aftur. Markmið okkar er að veita viðskiptavinum okkar, jafnt kaupendum og seljendum bestu þjónustu sem völ er á með því að ástunda vönduð og heiðarlega vinnubrögð.

Rekstaraðili LANDMARK er LANDMARK fasteignasala ehf
Heimilisfang: Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur. Kt. 700811-0500 - vsk nr. 108914. Netfang: landmark@landmark.is
Rekstarfélagið er skráð einkahlutafélag hjá fyrirtækjaskrá RSK.